Dagskráin fréttablað.

19. apríl 2020

Suðurland

Það kennir ýmissa grasa í Dagskránni fréttablaði Suðurlands.

Mögnuð mynd er á forsíðunni af því hvernig Suðurlandsundirlendið leit út eftir veðrið sem gekk yfir þann 5. apríl og þar er líka gleðileg frétt, þar sem sagt er frá því að fyrirtækið Jötunvélar, sem lenti í rekstrarerfiðleikum muni opna að nýju og með auknum krafti, auk þess sem fyrirtækið Aflvélar komi til með að flytja á Selfoss.

Grein er í blaðinu eftir umhverfisráðherra og önnur eftir Oddnýju Harðardóttur undir yfirskriftinni ,,COVID og Suðurland”, og á baksíðunni er sagt frá því að áfram verður haldið með breikkun og lagfæringu á Suðurlandsvegi að Biskupstungnabraut og í framhaldinu er einboðið að halda áfram með þann veg yfir Ölfusá.

Það er mál sem þolir ekki bið, því umferðarálagið á hinni gömlu og þröngu Ölfusárbrú er löngu orðið alltof mikið.Lokað er fyrir ummæli.