Færslur mánaðarins: maí 2010

Shangri-la

  Svandís, Lilja, Ögmundur, Atli, Ásmundur, Jón, Álfheiður, Steingrímur… Svandís er ráðherra, það er Álfheiður líka og svo vitanlega Steingrímur, en ekki er víst alveg öruggt að Jón verði ráðherra til lengdar, þó hann sé það í dag. Landbúnaðar- Jón og sjávarútvegs er ekki alveg öruggur með að fá að halda stöðu sinni í ríkisstjórninni […]

,,Ævareiðir menn í Flóahreppi”!?

 Eftirfarandi grein birtist í ,,Sunnlenska fréttablaðinu” fimmtudaginn 20. maí 2010:

Í ,,Sunnlenska fréttablaðinu” þann 12. maí er haft eftir Ólafi Sigurjónssyni að …stór hópur [manna] sé agndofa og ævareiðir… og ekki er annað af textanum að skilja en að hinn ævareiði hópur tilheyri Flóahreppi. Þetta geta ekki talist góðar fréttir, ef sannar eru, því vitað er […]

Jón Bjarnason leysir gátuna

Á Ríkissjónvarpinu hafa verið sýndir Breskir lögregluþættir sem ganga undir nafninu ,,Barnaby leysir gátuna” og fjalla þættirnir um lögreglumann á einni af Ermasundseyjunum.  
Við Íslendingar erum svo heppnir að eiga okkar útgáfu af slíkum snillingi, mann sem leysir hverja þraut, hræðist ekkert, gengur í verkin og nær árangri. Að vísu barst sú frétt á dögunum […]

Pollapólitík

Þátturinn ,,Á Sprengisandi” var á dagskrá á útvarpsstöðinni Bylgjunni sunnudagsmorguninn 16. maí. Í þeim hluta þáttarins sem undirritaður varð áheyrandi að tóku þátt þau Valgerður Bjarnadóttir alþingismaður, Unnur Brá Konráðsdóttir alþingismaður og Örn Arnarson blaðamaður. Sigurjón M. Egilsson stýrði þættinum og hóf umræðuna með því að taka fyrir Evruna og vandamál Grikkja sérstaklega í því […]

Þórðargleði

Þessa dagana ríkir gleði í íslensku samfélagi, en sú gleði er ekki einlæg og fölskvalaus. Það er komin út skýrsla sem rekur hvernig svo fór sem fór, að spilling, græðgi, sérhygli og skeytingarleysi um hag náungans varð alls ráðandi meðal svo alltof margra. Ekkert sem þar er fram dregið hefur komið þeim verulega á óvart […]

Ráðherra á plani- á spani og hinn sem ekki þorði

Þau okkar sem horfðu á sjónvarpsfréttir á sunnudagskvöldið urðu vitni að allsérstæðum atburði þegar fréttamaður gerði tilraun til að eiga vitrænt samtal við ráðherra í ríkisstjórn Íslands. Atburðurinn átti sér stað á planinu fyrir framan Ráðherrabústaðinn við Tjarnargötu, en þar var ráðherraliðið að koma saman til fundar á óvenjulegum tíma og því var það, að […]

Meira um traust

Að undanförnu hefur mikið verið rætt um traust, hvernig það verði til, hvernig best sé að byggja það upp og láta það endast. Sitt sýnist hverjum sem vonlegt er, því um er að ræða fremur þokukennt hugtak sem ekki er gott að festa hendur á. Sumir treysta á mátt sinn og megin, meðan aðrir telja […]

Traust

Eftir að hrun bankakerfis þjóðarinnar hófst á haustdögum árið 2008 hefur svo brugðið við að ólíklegasta fólk er farið að ræða um stjórnmál. Um nokkuð langan tíma fram að því hafði það ekki verið vel séð að rætt væri um pólitík og hafði jafnvel þótt bæði hallærislegt og gamaldags.
Allt var svo yfirmáta gott í ,,stórasta” […]