Færslur mánaðarins: apríl 2010

Hinir kusklausu

,,Skýrslan” kom þá út á endanum. Risavaxið plagg sem margir voru búnir að bíða eftir. Undirritaður hafði allt eins búist við því að útgáfu hennar yrði frestað að minnsta kosti fram að næstu jólum og hefði svo farið, þá hefðu ekki aðrar bækur við hana keppt. En hún er sem sagt loksins komin út; mikið […]

Verkkvíðinn þjakar græningjana

Í fljótu bragði lítur út fyrir að á þingi Íslendinga starfi fjórir stjórnmálaflokkar, en ekki er alltaf allt sem sýnist og draga má í efa að svo sé í raun. Hlutverk þeirra er að minnsta kosti æði misjafnt og undanfarna áratugi hefur það verið þannig að Framsóknar- og Sjálfstæðisflokkur eru fyrst og fremst í hagsmunagæslu […]

Hringavitleysa

Frá því er greint á vef Mbl.is að búið sé að finna upp kindur sem rýi sig sjálfar og hlýtur það að teljast góð nýjung í allri kreppunni. Næsta skref verður eflaust að ræktaðar verði upp kindur sem éti sig sjálfar og verður þá varla lengra komist í að fullkomna landbúnaðinn. Ekki ónýtt, ef vel […]

Hani krummi hundur svín…

Fyrrverandi dýramálaráðherra, sem nú orðið talar mest til landa sinna af Klörubar á Kanarí, talar fyrir því að stofnuð verði „sérstök öldungadeild fyrrverandi alþingismanna”. Telur Guðni heppilegt að hinir afdönkuðu stjórnmálamenn komi saman með reglubundnum hætti til að miðla af reynslu sinni. Líkast til er ætlunin að miðlað verði kunnáttu í: Hermangi, helmingaskiptum, einkavinavæðingu, þjóðrembu […]