Færslur mánaðarins: janúar 2010

Grín, grátur og alsæla

Sumir virðast hafa haldið að ég væri að grínast þegar ég setti pistilinn „Tillaga að lausn” inn á bloggið mitt þann 11. janúar. Einkum var það tillagan um að senda Bjarna Benidiktsson og Sigmund Davíð Gunnlaugsson úr landi sem mun hafa vakið furðu. Reyndar var það nú ekki þannig að ég ætlaði þeim að vera […]

Tillaga að lausn

Alþingi íslendinga kom saman einn dag í síðustu viku og óhætt er að segja að landsmenn hafi fengið að finna af því smjörþefinn að þar hefur enginn neitt lært né neinu gleymt. Málflutningur þeirra Sigmundar og Davíðs, nei Bjarna vildi ég skrifað hafa, var á sömu nótum og fyrir áramót og alls ekki hægt að […]

Skrattinn á veggnum

Forseti lýðveldisins kvað upp þann úrskurð á dögunum að lög frá alþingi varðandi icesave skuldbindingarnar skyldu fara í þjóðaratkvæðagreiðslu. Sannaðist þar hið fornkveðna að „lítil eru geð guma“, að lýðskrumið er númer eitt en þjóðarhagur einhverstaðar þar langt fyrir neðan í huga Bessastaðabónda. Stjórnarandstæðingar höfðu óskað eftir þessum úrskurði, en svo kynlega brá við að […]

Lýðskrum

Hann reið með björgum fram hann Ólafur í sumar sem frægt er orðið. Reiðskjótinn ku hafa stigið fæti í holu með þeim afleiðingum að hann hnaut og Ólafur féll.
 
Það hefur margan hent að falla af baki og er svo sem ekki í frásögur færandi, en fall Ólafs í dag er sínu alvarlegra, afdrifaríkara og […]