Færslur mánaðarins: janúar 2009

Kergja sem veldur stjórnarslitum

  Ekki er vitað með neinni vissu, hvað það er sem velur því að hestar geta tekið uppá því að vera það sem kallað er að þeir séu staðir og fást ekki með nokkru móti til að færa sig úr stað. Það eina sem við, sem höfum orðið fyrir því að sitja slíkan grip vitum, er […]

Árshátíð

  Það var haldin árshátíð í Andabæjaryfirbanka þrátt fyrir og kannski vegna þess að undirbankarnir voru komnir á hausinn og fyrirtækin líka og íbúarnir höfðu ekkert annað  að gera en að ráfa um götur og skemmta sér við trumbuslátt, bæði til þess að halda lífi í bænum og einnig til að halda á sér hita. […]

Fjósbitapúkarnir enn á kreiki

Enn eru þeir á fjósbitanum þeir félagar í VG og ekki eru þeir að öllu leyti sammála foringjarnir Steingrímur og Ögmundur, annar vill skila lánunum frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum en í hinn er komið svo mikið eggjahljóð að hann getur alveg hugsað sér að gleyma öllum slíkum áformum.
Þeir reyna að egna fyrir Samfylkinguna og vilja mynda með […]

Fjósbitapólitík

Þann 18. des. síðastliðinn birtist þessi grein eftir mig í Morgunblaðinu, ég held að hún eigi enn við og hér kemur greinin:
  Nú er fjör og nú er gaman, púkarnir á fjósbitanum fitna sem aldrei fyrr, allir eru gerðir tortryggilegir, nær allt er talið vafasamt og mikið má vera ef flestir eru ekki skyldir einhverjum, […]

Draumaland Steingríms

Þeir voru í Kastljósi áðan hjá Sigmari þeir Geir H. og Steingrímur J., athyglisvert og um margt upplýsandi spjall hjá þeim félögum og óskandi að sem flestir hafi fylgst með. Geir kom fram af yfirvegun og reyndi að koma að útskíringum á því sem gert hefði verið að undanförnu og til stæði að gera til […]

Flokkur án fortíðar?

Í dag komu saman sér til skemmtunar félagar í gamla Framsóknarflokknum eða því sem eftir er af honum. Það átti óneytanlega vel við að það skyldi bera  uppá sama dag og Einar K. Guðfinnsson ákvað að úthluta 30000 tonna kvóta til nokkurra vel valinna kvótagreifa.
Þannig er að kvótakerfið er skilgetið afkvæmi Framsóknarflokksins, flokksins sem helst […]

Kastljós með Guðmundi og Gísla

Þeir voru í Kastljósi í kvöld, Gísli Marteinn og Guðmundur Steingrímsson. Gísli er að eigin sögn fluttur til Edinborgar, líklega til að hefna fyrir hryðjuverkalögin en það var nú reyndar hinn breski  G. Brúnn sem stóð fyrir því og einhversstaðar rakst ég á að Skotar væru ekki neitt sérstaklega kátir með þann gjörning. 
   Annars var […]

Krossgöturugl

Lenti í því mér alveg að óvörum að heyra glefsu af þættinum Krossgötum í Ruv. núna eftir hádegi.
Svo virtist sem safnað hefði verið í þáttinn viðmælendum sem allir ættu það sameyinlegt að eiga sér þá hugsjón helsta að valda sem mestum skandal í samfélaginu, með því sem blessað fólkið telur sér trú um að séu […]

Fyrsta færslan

Umhverfis þetta og umhverfis hitt.Jæja, þá er maður farinn að blogga og hér kemur gamalt efni sem á svo sem við í dag, skelli því inn til prufu, kann nefnilega ekkert á þetta en vonandi lærist það!
 
                                                                                                                                                                                      Að undanförnu hafa svonefndir umhverfissinnar farið mikinn í umræðu um þjóðfélagsmál og er jafnvel svo að skilja sem þessi […]