Starfsumsóknin

6. mars 2009

Undirritaður sækir hér með um stöðu þá er auglýst hefur verið, þ.e. stöðu Seðlabankastjóra.Hæfi mitt til starfsins er eftirfarandi:

 • Hef ekki starfsmenntun til starfans, enga reynslu sem tengist bankastarfsemi aðra en þá að hafa tekið út innistæðu af reikningi mínum í banka.
 • Get verið fúll, ef svo ber undir (sem er frekar oft) og er einkar laginn að snúa út úr fyrir öðrum.
 • Mér finnst smjör frekar gott og nota það óspart.
 • Er kominn á þann aldur, að reikna má með að ég fari á eftirlaun um það leiti sem ég er kominn með lágmarks hæfni til starfans.
 • Er katta og hundavinur, en enginn sérstakur mannvinur.
 • Er ekki kominn með skalla og get safnað hári og haft það viðeigandi úfið.
 • Þekki ekki forsætisráðherra, en hugsanlega er hægt að bæta úr því.
 • Finnst leitt og óþarft að greiða reikninga óreiðumanna.
 • Þykir gaman að spila Bridge.
 • Get átt það til (frekar oft) að vera hrokafullur og leiðinlegur, ef það á við (sem er oftast).

Virðingarfyllst  Íslenskur ríkisborgari.Ein ummæli við „Starfsumsóknin“

 1. Gógó ritaði:

  Tíhí ;)