Enn eru þeir á fjósbitanum þeir félagar í VG og ekki eru þeir að öllu leyti sammála foringjarnir Steingrímur og Ögmundur, annar vill skila lánunum frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum en í hinn er komið svo mikið eggjahljóð að hann getur alveg hugsað sér að gleyma öllum slíkum áformum.

Þeir reyna að egna fyrir Samfylkinguna og vilja mynda með henni ríkisstjórn, Framsóknarflokkurinn með sín lík í lestinni þykist vilja styðja slíkan gjörning.

Þetta ætti Samfylkingin að varast því að það mun leiða til glötunar, ekki bara fyrir Samfylkinguna heldur líka Íslensku þjóðina. Gleymum því ekki, að hverja skoðun sem við höfum á gjörðum Sjálfstæðisflokksins í fortíðinni, að það er einfaldlega þannig, eins og staðan er í dag, þá eru ekki nema tveir flokkar með mannafla til að taka á málunum og þeir eru við stjórn.

Gjörðir göturæsiskandídata á Austurvelli og við stjórnarráðið koma þessu ekkert við og eiga ekki að móta afstöðu manna til þjóðmála.Lokað er fyrir ummæli.