Þeir voru í Kastljósi í kvöld, Gísli Marteinn og Guðmundur Steingrímsson. Gísli er að eigin sögn fluttur til Edinborgar, líklega til að hefna fyrir hryðjuverkalögin en það var nú reyndar hinn breski  G. Brúnn sem stóð fyrir því og einhversstaðar rakst ég á að Skotar væru ekki neitt sérstaklega kátir með þann gjörning. 

   Annars var dálítið gaman að fylgjast með þeim félögum, annar þ.e. Gísli virkar eins og einhverskonar talvél sem blaðrað getur út í eitt og helsta vandamálið er að finna út hvernig hægt sé að stoppa fyrirbrigðið. Guðmundur gerði sér hins vegar far um að vera virðulegur og penn í umræðunni enda er hann kominn í framboð til formanns í hinum samhenta Framsóknarflokki og má með sanni segja að hann sé þar með kominn heim í heiðardalinn. Vonandi verður hann, ef hann nær kosningu, til að hressa uppá og koma á eindrægni í þeim pólitíska ruslahaug sem flokkurinn er í dag en ekki er ástæða til að halda að það verði létt verk í flokki sem býr við eilífar afsagnir og bakstungur sinna eigin manna. Nú er hins vegar svo komið að helst allir vilja vera formenn og það segir sína sögu um mannfæðina í flokknum að a.m.k. tveir hafa orðið að  ganga í hann til að geta boðið sig fram!Ein ummæli við „Kastljós með Guðmundi og Gísla“

  1. Gógó ritaði:

    Guðmundur gerði sér kannski far um að vera virðulegur og penn en mér fannst samt ansi skondið þegar spurt var út í Áramótaskaupið og persónu Gísla Marteins í því, hvernig Guðmundi tókst að snúa sínu svari upp í það hvernig hann var einu sinni tekinn fyrir í skaupinu…

    En já - ætli það sé ávísun á skjótan frama að komast á lista í Framsókn? Þar er a.m.k. lítil samkeppni.