(Með þessari færslu á að vera mynd sem ég finn enga leið til að setja hana inn. Hef sett myndir áður og það gekk sæmilega en nú tekst það ekki. Ef einhver getur leiðbeint mér með hvernig að skuli fara í þessu efni þá væri það vel þegið, t.d. í athugasemdum hér að neðan, epa í tölvupósti á netfangið ingimbergmann@gmail.com)
Hefðu þau raunverulegan áhuga á að leggja sitt að mörkum, en geta samt haldið áfram að fullnægja þörf sinni fyrir að gefa ríkum þjóðum kjöt í matinn, sem framleitt er að stórum hluta með íslensku grasi, ættu þau að snúa sér að því að efla nautakjötsframleiðslu!
Engar líkur eru til að það verði gert, því frekar vilja þau neyða rafbíla upp á landsmenn, bíla sem gagnast dreifbýlisbúum afar illa og þéttbýlisbúum minna illa. Þá vilja þau framleiða rafmagn á Vestfjörðum, Norðurlandi og Austurlandi með dísilrafstöðvum til að þóknast einkavinum umhverfisins. Hljóta að vilja hafa það svona, fyrst ekkert er gert í málinu.
Auðvitað eru litlar líkur til að vit væri í að framleiða nautakjöt hérlendis til útflutnings né nokkurt annað kjöt ef út í það er farið.
Það væri þó skömminni skárra, en að framleiða kjöttegund til að gefa ríkum þjóðum, sem mengar mest allra, og 50% meira en sú sem næst því kemst. Og halda síðan úti ríkisrekinni stofnun (Icelandic Lamb) til starfseminnar.
Nær það eina sem gert hefur verið af raunsæi til að minnka CO2 losun íslensku þjóðarinnar hefur verið gert af almenningi og útgerðarmönnum. Þeir hafa endurnýjað skipakost sinn af kappi og með því minnkað útblástur um tugi prósenta og algjörlega án aðkomu stjórnvalda. Þjóðin hefur einnig endurnýjað bílaflota sinn með sparneytnari vélum og rafmagnsbílum þar sem það hentar. Þá má ekki gleyma því að Reykjavíkurborg vinnur að áhugaverðu verkefni sem felst í því að taka í notkun strætisvagna sem ganga fyrir rafmagni.
Þetta gerist þrátt fyrir stjórnvöld og málfundafélagið við Austurvöll, sem við kjósum til ótt og títt án nokkurs sýnilegs árangurs, en ekki vegna þeirra.